07 mars, 2014

 
Frétt dagsins stór og ánægjuleg en Guðrún systir var í dag kjörin formaður Samtaka iðnaðarins.  Glæsielg niðurstaða og ég veit að hún mun standa sig vel í þessu sem öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. 

Annars var bæjarráðsfundur í morgun þar sem helsta málið var lóðaúthlutun í Dalsbrún.  Það kom öllum á óvart að það skyldu berast annars vegar 7 og hins vegar 5 umsóknir og allar um sömu lóðirnar.  Merkilegt þar sem í þessari sömu götu eru þónokkrar aðrar lóðir þar sem byggja má sambærileg hús.  Einhver myndi jafnvel segja að þær lóðir væru ekki síðri verandi nær miðbænum.  En bæjarráð ákvað með ítarlegum rökstuðningi að úthluta báðum lóðunum til sama aðilans.  Hvet ég fólk til að lesa fundargerð bæjarráðs og sjá hvaða rök liggja að baki þeirri ákvörðun.

Vann greinargerð um Sundlaugina í Laugaskarði og eyddi nokkrum tíma í að skoða höfundarrétt arkitekta meðal annars.  Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjármunum til hönnunar á endurbótum á húsinu og vonandi duga þeir til hugmyndavinnu á útisvæðinu einnig.  Sundlaugin er miklu meiri perla en við gerum okkur flest grein fyrir og mikilvægt að henni sé sýndur sómi. 

 



Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?