23 ágúst, 2005

 
Dubrovnik og ovedur...

Hef ekki komist i tolvu fyrr en nuna enda vidradi ekki til utivistar a tolvutimanum minum i gaer.

Heilsuleysi hefur verid ad hrja ferdafelagana til skiptis og i gaer var Kristjan ordinn lasinn, i gaerkvoldi Sigrun tannig ad erfitt hefur verid ad skipuleggja dagana her. En tratt fyrir tad skemmta ser allir hid besta og hver upplifunin rekur adra.

Vid Larus forum med strakana til Dubrovnik i Kroatiu i gaer. Tetta er ekki nema um klukkustundar akstur ef vel gengur ad fara yfir landamaerin sem oft getur verid trautin tyngri. Vid hofdum verid vorud vid tessari ferd af flestum her enda erum billinn a Belgrade numeraplotum. Serbarnir eru vist mjog ovinsaelir i Kroatiu og madur heyrir tad i hverju horni her hve grunnt er a tvi goda milli thjodarbrotanna her a Balkanskaga. En vid lentum ekki i neinu veseni nema tad var flautad heldur kroftuglega ad okkur i eitt skipti. Vid vorum reyndar med islenska fanann a aberandi stad svo kannski skipti tad mali !!!

Tad var otrulegt ad keyra yfir til Kroatiu. Eftir halftima var eins og madur kaemi i annan heim. Allt i einu urdu vegirnir breidir, slettir og finir. Vegrid medfram ollum vegum og einhvern veginn vard allt vestraent a einu augabragdi. Ad keyra ad Dubrovnik er afskaplega serstakt skyndilega ser madur tessa storu kastalaborg vid strondina og tykkir kastalaveggirnir umlykja gamla baeinn algjorlega. Vid fundum fljotlega bilastaedi og vid tok ganga nidur fjolmargar troppur nidur i midbae. Tessi endalausi troppugangur er vidvarandi i ollum baejum her um slodir.
Midbaerinn er afar fallegur, kalksteinn i ollum byggingum og goturnar eru lagdar kalksteini sem er ordinn eins slettur og marmari eftir notkun i gegnum aldirnar. Vid skodudum domkirkjuna og styttur baejarins eins og godir turistar gera, sidan forum vid og klifum uppa virkisvegginn og gengum eftir honum endilongum. Utsynid var frabaert og audvelt ad missa sig med myndavelina tarna.
Mannmergdin var yfirtyrmandi og mikill munur fra teim stodum sem vid hofum verid ad heimsaekja her i Montenegro og Serbiu. Tarna voru svo til eingongu turistar og oll heimsins tungumal tolud allt i kringum okkur. Allt tjonustu- og afgreidslufolk taladi ensku tannig ad okkur fannst half otrulegt ad finna muninn sem er a tessum stodum. Tarna er ogrynni af verslunum og veitingahusum sem ekki sjast her hinu megin vid landamaerin. Upplifunin vid tessa heimsokn folst ekki sist i muninum a tessum londum og eins tvi ad finna andann sem rikir milli tessara tjoda. Einhvern veginn helt madur ad saettirnar vaeru meiri en raun er a. Tad er enn djup sar her a milli sem sjalfsagt groa seint.

Tad byrjadi ad rigna tegar vid keyrdum fra Dubrovnik og fljotlega tok vid mikid trumuvedur. Um tverbak keyrdi to tegar hingad til Herzeg Novi kom en ta var urhellid ordid gridarlegt, vatnid fossadi eins og fljot nidur troppurnar okkar og trumuvedrid var ofbodslegt. Tad drundi svo undir tok i fjollunum i kring og eldingarnar lystu upp allt umhverfid. Fljotlega for rafmagnid af naerliggjandi byggdum svo heldur var ohugnanlegt um ad litast. Eftir um klukkutima slotadi heldur svo haegt var ad fara ad sofa. Vid voknudum sidan i morgun vid tvilik laeti en ta hofst tetta aftur bara nuna heldur naer tannig ad tad var eins og husin aetludu ad rifna ofan af okkur.
Tetta var heilmikid sjonarspil og a vissan hatt mjog gaman ad verda vitni ad tessu. Uppur morgunmat birti sidan til og hefur verid solskin i dag. Reyndar brotid upp af heilmikilli skur um hadegisbil en slikt hreinsar bara loftid tannig ad solin verdur sterkari fyrir vikid.

I fyrramalid leggjum vid Larus og strakarnir af stad i leidangurinn til Belgrad. Vid reiknum med ad keyra a tveimur dogum og munum gista a leidinni, vaentanlega i Kolasin ef vinur okkar tar hefur husaskjol handa okkur. Erum ad vonast til ad finna betri leid heldur en medfram Kosovo en erum ekki viss um ad tad takist, eins og adur hefur komid fram er vegakerfid her ekki alveg eins og vid eigum ad venjast.

Valdi, Sigrun og krakkarnir verda her einum degi lengur og vonandi i solbadsvedri.

Nuna er folkid flest i badi eftir solbad dagsins, stefnan er sett a midbae Herzeg i kvold. Gudbjorg og Albert foru a jetski i dag sem sarabaetur fyrir bananann. Miklu skemmtilegra ad tvi ad okkur skildist.

Bestu kvedjur heim fra landi ofganna !!

Comments:
Hehe..já pabbi hefði
att að monta sig meira af því að hann og Sigrún hefði ekkert orðið veik ;) Ætli hann sé þá ekki bara næstur? Btw hefur hann komist á einhverja hátísku serbneska klippistofu !? Kossar og knúsar Laufey
 
Við á Smárabrautinni fylgjumst með ferðum ykkar og hefðum gjarnan viljað vera með í þessari för. En við fórum bara í Atlavík og dvöldum þar um helgina ásamt Borgþóri og fjölskyldu, þar var sól og 19°C hiti, við hittum hana Laufeyju sem var hress að vanda.
Kveðjur til allra Dadda, Torfi og Co
 
Hæ !
Í Guðs bænum fariði nú ekki að bera heim einhverjar Balkanpestir. Viljiði bera búin að hrista þetta af ykkur fyrir laugardag. Ég segi nú eins og Dadda, mikið hefðum við nú viljað vera með í þessari för. Geri ráð fyrir að mér verði boðið á myndakvöld því að Lalli hefur svo gaman að því, híhí.
Hér byrjaði skóli í dag og allir bara kátir yfir því. Kennt eftir stundaskrá á morgunn.
Var að koma af Heiðmörkinni þurfti að leysa mömmu af. Hún er komin með leið á þessu. Hef aldrei vitað um jafn ástsjúka skepnu eins og þennan kött. Ég er að verða búin með tapeið ykkar. Ég held að hann sé að verða geðveikur á einsemdinni. Hangir í mér af öllu fólki. Furðulegur.
Fariði varlega á leiðinni og góða ferð. Bið að heilsa Valda og co. geri ekki ráð fyrir að lesa meira blogg í bili fyrst þú ert að fara.
Luv. SIS
 
Excellent post. I was checking constantly this blog and I am impressed!
Very helpful info particularly the last part :) I care for such information a lot.
I was looking for this certain info for a very long time.
Thank you and best of luck.

Here is my page honda s2000 for sale dealers
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?