14 ágúst, 2005

 
Letilif a strondinni

Nutum tess ut i ystu aesar ad i dag var brakandi solskin og hiti um 32 stig. Samt notalegt tvi tad var gola af sjonum i allan dag. Tar sem vid erum her i halfu faedi ta vorum vid eins og adrir undir solhlifum a veitingatadnum yfir heitasta timann. Sem betur fer, tvi tratt fyrir tad ma sja ad vid hofum verid i sol! Spurning hvort haegt verdi ad vera a strondinni a morgun vegna skada dagsins i dag.
Krakkarnir eru aftur a moti otruleg, kaffibrun og kruttleg, og finna ekki fyrir solbruna enda svosem ordin von sol eftir marga goda daga i Laugaskardi i sumar.
Vorum ad undrast tad ad hitta ekki neina utlendinga her, en ta var okkur sagt ad a tessum tima seu Serbar her i miklum meirihluta, alveg gagnslausir turistar, ad sogn tjonanna, gefa ekki tjorfe og eyda engu. Augljost ad teim likar betur vid okkur sem finnst allt her half okeypis.
Hittum Nordmann i dag. Itrottakennara sem vinnur a naestu strond, Igalo. Tar er stort medferdarsetur sem serhaefir sig i medferd a gigt, psoriasis, lungna og hjartasjukdomum, afskaplega vinsaelt. Tar eru nu yfir 150 Nordmenn i medferd sem hefur gefid goda raun. Tangad er haegt ad fara i nudd og slikt sem gaeti verid gaman ad prufa. Tilvalid ad sja muninn a tessu og HNLFI heima i Hveragerdi.
Roltum tessa ca. 3 kilometra og oteljandi troppur upp i midbae i kvold. Fundum huggulegt veitingahus vid hlidina a kastalanum. I tessum eldgamla kastala er aftur a moti utibio, sem vid nanari skodun synir mestmegnis hryllingsmyndir, aetlum ad kanna tad betur sidar. Erum alltaf ad sja tad betur og betur hvad tetta land er yndislegt. Ad liggja a strondinni og hafa tessi gridarlegu fjoll vid sjondeildarhringinn, hafid taert og blatt og vedrid eins og best verdur a kosid. Hvad er haegt ad bidja um meira...

Gaman ad lesa athugasemdirnar fra ykkur og ekki sidur gaman ad sja ad einhver les tessar linur. Gudrun skiladu kvedju til kattanna! Endilega reynid ad halda i teim lifinu tessar vikur...

Comments:
Hæ elsku sis !
Er í tölvunni þinni.
Bið að heilsa,
Guðrún
 
Erum opin fyrir nýjungum hér á HNLFÍ. Allt besta að frétta af söfnun.
Bestu kveðjur Inga Kjartans.
 
Sit í skólanum og er að reyna að koma mér í gang eftir sumarið. Aðstæður reyndar ekkert sem bestar þar sem þykkt lag af ryki liggur yfir öllum skólanum! Það er ekki að spyrja að framkvæmdagleði sveitarfélaganna.
Eftir að hafa lesið lýsinguna á staðnum er maður komin hálfa leið í huganum til ykkar:)
Knús og kossar til allra,
Sigurbjörg
 
Sæl vertu

Lára hér, Kósóvófari og vinkona Guðrúnar ;-). Gaman að lesa þessar lýsingar af Serbíu og Svartfjallalandi, það rifjast upp margt hjá mér.
Ég sé þið eruð ekki langt frá Dubrovnik, en það er alveg "must see" á Adría ströndinni. Afskaplega fallegur og skemmtilegur bær, allt öðruvísi en aðrir bæir þarna og eitthvað sem ekki er hægt að sleppa að heimsækja. Margir góðir veitingarstaðir eru í Dubrovnik og gaman að ganga eftir virkisvegnum sem er alveg hringinn í kringum gamla bæinn.
Njótið vel og farið varlega í umferðinni ;-)
p.s. þeir geta verið svolítið dintóttir á landamærum Króatíu og Svartfjallalands, aðallega með töfum og örðu slíku en þá er bara að halda ró sinni!.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?